Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina 13. desember 2010 09:43 „Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum. Icesave Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum.
Icesave Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira