Sakamálarannsókn hafin á starfsemi PwC Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 17:40 Tvö erlend ráðgjafarfyrirtæki og slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis telja vinnubrögð PwC á Íslandi óásættanleg. Nú hefur sérstakur saksóknari hafið sakamálarannsókn á fyrirtækinu. Embætti sérstaks saksóknara hefur hafið sakamálarannsókn á störfum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi og er rannsóknin á frumstigi. Hart er nú sótt að fyrirtækinu á mörgum vígstöðvum en stjórnendur þess hafna ásökunum um vanrækslu. Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterouseCoopers á Íslandi í vök að verjast á mörgum vígstöðvum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn félaginu í New York og vill milljarða í skaðabætur. Þá telur slitastjórn Landsbankans að fyrirtækið hafi vanrækt skyldur sínar við endurskoðun ársreikninga bankans. Þá telja tvö erlend fyrirtæki, hið norska Lynx og hið franska Cofisys að vinnubrögð fyrirtækisins hafi verið óásættanleg við endurskoðun á ársreikningum Landsbankans og Glitnis. Og nú hefur embætti sérstaks saksóknara bæst við, því samkvæmt heimildum fréttastofu hefur embættið nú hafið opinbera rannsókn á störfum PwC á Íslandi. Meðal þess sem er verið að kanna eru grunsemdir um brot á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Hinn 1. október á síðasta ári framkvæmdi embættið húsleit hjá PwC og lét síðan fyrirtækin tvö, franska fyrirtækið Cofisys og Lynx Advokatfirma frá Noregi, vinna skýrslur á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað. Fyrirtækin skiluðu síðan niðurstöðum sínum í síðasta mánuði. Brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi Samkvæmt lögum um endurskoðendur ber endurskoðandi ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum, af ásetningi eða gáleysi. Brot gegn lögum um endurskoðendur geta varðað sektum, niðurfellingu réttinda eða fangelsi allt að tveimur árum. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PwC, segir að fyrirtækið muni svara þeim ásökunum sem koma fram í erlendu skýrslunum á réttum vettvangi. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem þarna koma fram og við teljum að við þurfum að bera þetta saman við okkar vinnugögn áður en við getum svarað þessu lið fyrir lið og þá á þeim vettvangi sem við þurfum að svara þessu á," segir Reynir. Rannsókn sérstaks saksóknara er skammt á veg komin samkvæmt upplýsingum fréttastofu, enda fékk embættið erlendu skýrslurnar tvær afhentar fyrir aðeins rúmum mánuði. „Við höfum ekki verið kallaðir til neinnar skýrslutöku, eða það starfsfólk sem vann að endurskoðun bankanna. Þannig að þeirra viðhorf hefur hvergi komið fram ennþá í gögnum saksóknara," segir Reynir Vignir Tengdar fréttir Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur hafið sakamálarannsókn á störfum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi og er rannsóknin á frumstigi. Hart er nú sótt að fyrirtækinu á mörgum vígstöðvum en stjórnendur þess hafna ásökunum um vanrækslu. Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterouseCoopers á Íslandi í vök að verjast á mörgum vígstöðvum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn félaginu í New York og vill milljarða í skaðabætur. Þá telur slitastjórn Landsbankans að fyrirtækið hafi vanrækt skyldur sínar við endurskoðun ársreikninga bankans. Þá telja tvö erlend fyrirtæki, hið norska Lynx og hið franska Cofisys að vinnubrögð fyrirtækisins hafi verið óásættanleg við endurskoðun á ársreikningum Landsbankans og Glitnis. Og nú hefur embætti sérstaks saksóknara bæst við, því samkvæmt heimildum fréttastofu hefur embættið nú hafið opinbera rannsókn á störfum PwC á Íslandi. Meðal þess sem er verið að kanna eru grunsemdir um brot á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Hinn 1. október á síðasta ári framkvæmdi embættið húsleit hjá PwC og lét síðan fyrirtækin tvö, franska fyrirtækið Cofisys og Lynx Advokatfirma frá Noregi, vinna skýrslur á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað. Fyrirtækin skiluðu síðan niðurstöðum sínum í síðasta mánuði. Brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi Samkvæmt lögum um endurskoðendur ber endurskoðandi ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum, af ásetningi eða gáleysi. Brot gegn lögum um endurskoðendur geta varðað sektum, niðurfellingu réttinda eða fangelsi allt að tveimur árum. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PwC, segir að fyrirtækið muni svara þeim ásökunum sem koma fram í erlendu skýrslunum á réttum vettvangi. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem þarna koma fram og við teljum að við þurfum að bera þetta saman við okkar vinnugögn áður en við getum svarað þessu lið fyrir lið og þá á þeim vettvangi sem við þurfum að svara þessu á," segir Reynir. Rannsókn sérstaks saksóknara er skammt á veg komin samkvæmt upplýsingum fréttastofu, enda fékk embættið erlendu skýrslurnar tvær afhentar fyrir aðeins rúmum mánuði. „Við höfum ekki verið kallaðir til neinnar skýrslutöku, eða það starfsfólk sem vann að endurskoðun bankanna. Þannig að þeirra viðhorf hefur hvergi komið fram ennþá í gögnum saksóknara," segir Reynir Vignir
Tengdar fréttir Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05