Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 16:27 Geir Gunnar hjá Stjörnugrís segir að hali grísa sé ekki klipptur af heldur sé hann brenndur af við fæðingu með heitri töng Mynd: GVA „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum," segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. Geir Gunnar segist oft hafa rætt við dýralækni um mikilvægi þess að starfsmenn á svínabúum fái aðgang að deyfilyfjum til að gefa grísum fyrir geldingu. „Það hefur ekki gengið eftir. Menn líta það hornauga að aðrir en dýralæknar hafi aðgang að sterkum deyfilyfjum þannig að það er langt í land að við fáum að meðhöndla þessi lyf," segir hann. Vísir hefur í dag fjallað um sársaukafullar geldingar á karlkyns grísum á íslenskum svínabúum og bent hefur verið á að með auknum fjölda grísa séu ekki lengur nægjanlega margir dýralæknar til að sinna geldingunum. Því er svo komið að starfsmenn búanna sinna geldingunum sjálfir, jafnvel þó það sé í trássi við gildandi lög. „Það hefur lengi verið reynt að finna leið til að gera þetta með sem bestum hætti, með tilliti til dýravelferðar, og vonandi finnum við brátt viðunandi lausn," segir Geir Gunnar. Verið er að setja á markað hér á landi bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Ótti við að stinga sig Geir Gunnar bendir á að lítil sem engin reynsla sé komin á notkun lyfsins hér á landi og hefur hann ákveðnar efasemdir. „Ein af mögulegum lausnum er þetta lyf sem er sprautað í grísina og þá þarf ekki að gelda þá. Það er hins vegar þú hætta að ef karlmenn stinga sig á sprautu með bóluefninu mega þeir ekki nota það aftur. Ef maður stingur sig tvisvar á þessu virkar efnið á karlmann eins og á grís. Það eru því margar spurningar varðandi lyfjageldinguna sem enn er ósvarað. En ef í ljós kemur að þetta er vel til þess fallið að nota þá er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu," segir hann. Besta lausnin sem Geir Gunnar sér fyrir sér nú er að starfsmenn svínabúa fái leyfi til að nota deyfilyf og fái þjálfun í notkun þeirra. Rófan brennd af við fæðingu Geir Gunnar segir ummæli Sigurborgar Daðadóttur dýralæknis um hvernig rófur séu klipptar af grísum, koma sér nokkuð á óvart. „Rófan er alls ekki klippt af grísunum heldur er hún brennd af þeim strax við fæðingu með sjóðandi heitri töng. Grísirnir eru ekki jafn viðkvæmir svona nýfæddir og rófan auk þess mjóst á þessum tíma. Þeir finna ekki mikið fyrir þessu en það væri samt ágætt ef það væri hægt að gefa þeim lyf," segir hann. Að mati Geirs Gunnars er Sigurborg alls ekki nógu upplýst um aðstöðu grísa á svínabúum hér á landi og tekur fram að hún hafi aldrei talað við hann. Geir Gunnar segir enn fremur að tennur á grísum séu slípaðar og það sé einmitt gert með dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi. „Þetta er alveg sársaukalaust og er gert til að þeir meiði ekki gyltuna með nagi þegar þeir eru að sjúga spenana. Einnig er viss hætta á að þeir geti meitt hver annan ef þeir fara að slást um spenana," segir hann. Hann samsinnir síðan því sem Sigurborg segir um að það geti valdið sýkingum ef grísir fara að naga rófuna hver á öðrum. Því sé það með velferð grísanna í huga sem rófan sé brennd af þeim. „Ég get alveg fullyrt að allir svínabændur á Íslandi vilja að dýrin þeirra hafi það sem allra best og vilja skoða allar leiðir til að ná því fram. Það er engin spurning," segir hann. Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum," segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. Geir Gunnar segist oft hafa rætt við dýralækni um mikilvægi þess að starfsmenn á svínabúum fái aðgang að deyfilyfjum til að gefa grísum fyrir geldingu. „Það hefur ekki gengið eftir. Menn líta það hornauga að aðrir en dýralæknar hafi aðgang að sterkum deyfilyfjum þannig að það er langt í land að við fáum að meðhöndla þessi lyf," segir hann. Vísir hefur í dag fjallað um sársaukafullar geldingar á karlkyns grísum á íslenskum svínabúum og bent hefur verið á að með auknum fjölda grísa séu ekki lengur nægjanlega margir dýralæknar til að sinna geldingunum. Því er svo komið að starfsmenn búanna sinna geldingunum sjálfir, jafnvel þó það sé í trássi við gildandi lög. „Það hefur lengi verið reynt að finna leið til að gera þetta með sem bestum hætti, með tilliti til dýravelferðar, og vonandi finnum við brátt viðunandi lausn," segir Geir Gunnar. Verið er að setja á markað hér á landi bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Ótti við að stinga sig Geir Gunnar bendir á að lítil sem engin reynsla sé komin á notkun lyfsins hér á landi og hefur hann ákveðnar efasemdir. „Ein af mögulegum lausnum er þetta lyf sem er sprautað í grísina og þá þarf ekki að gelda þá. Það er hins vegar þú hætta að ef karlmenn stinga sig á sprautu með bóluefninu mega þeir ekki nota það aftur. Ef maður stingur sig tvisvar á þessu virkar efnið á karlmann eins og á grís. Það eru því margar spurningar varðandi lyfjageldinguna sem enn er ósvarað. En ef í ljós kemur að þetta er vel til þess fallið að nota þá er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu," segir hann. Besta lausnin sem Geir Gunnar sér fyrir sér nú er að starfsmenn svínabúa fái leyfi til að nota deyfilyf og fái þjálfun í notkun þeirra. Rófan brennd af við fæðingu Geir Gunnar segir ummæli Sigurborgar Daðadóttur dýralæknis um hvernig rófur séu klipptar af grísum, koma sér nokkuð á óvart. „Rófan er alls ekki klippt af grísunum heldur er hún brennd af þeim strax við fæðingu með sjóðandi heitri töng. Grísirnir eru ekki jafn viðkvæmir svona nýfæddir og rófan auk þess mjóst á þessum tíma. Þeir finna ekki mikið fyrir þessu en það væri samt ágætt ef það væri hægt að gefa þeim lyf," segir hann. Að mati Geirs Gunnars er Sigurborg alls ekki nógu upplýst um aðstöðu grísa á svínabúum hér á landi og tekur fram að hún hafi aldrei talað við hann. Geir Gunnar segir enn fremur að tennur á grísum séu slípaðar og það sé einmitt gert með dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi. „Þetta er alveg sársaukalaust og er gert til að þeir meiði ekki gyltuna með nagi þegar þeir eru að sjúga spenana. Einnig er viss hætta á að þeir geti meitt hver annan ef þeir fara að slást um spenana," segir hann. Hann samsinnir síðan því sem Sigurborg segir um að það geti valdið sýkingum ef grísir fara að naga rófuna hver á öðrum. Því sé það með velferð grísanna í huga sem rófan sé brennd af þeim. „Ég get alveg fullyrt að allir svínabændur á Íslandi vilja að dýrin þeirra hafi það sem allra best og vilja skoða allar leiðir til að ná því fram. Það er engin spurning," segir hann.
Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31
Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12