Lögmaður sagði mansalsbrandara: Þetta átti að stuða Erla Hlynsdóttir skrifar 15. september 2010 14:33 Bragi Björnsson ákvað viljandi að stuða fundargesti Mynd: E.Ól. Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira