Lögmaður sagði mansalsbrandara: Þetta átti að stuða Erla Hlynsdóttir skrifar 15. september 2010 14:33 Bragi Björnsson ákvað viljandi að stuða fundargesti Mynd: E.Ól. Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira