Lögmaður sagði mansalsbrandara: Þetta átti að stuða Erla Hlynsdóttir skrifar 15. september 2010 14:33 Bragi Björnsson ákvað viljandi að stuða fundargesti Mynd: E.Ól. Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira