Innlent

Össur krafði forsetann skýringa á ESB ummælum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur segir að forsetinn verði að haga orðum sínum þannig að þau séu ekki túlkuð sem ágreiningur við utanríkisstefnu Íslands.
Össur segir að forsetinn verði að haga orðum sínum þannig að þau séu ekki túlkuð sem ágreiningur við utanríkisstefnu Íslands.
„Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn.



Orðaði hugsun margra Íslendinga


„Af samtölum Ólafs í Kína er hins vegar það að segja að vissulega orðaði hann hugsun margra Íslendinga gagnvart því hvernig tiltekin ESB lönd höguðu sér varðandi tvíhliða deilu okkar við Breta og Hollendinga. Hitt liggur alveg ljóst fyrir að hann sagði skýlaust í samtali við CNN að ólíklegt væri að Icesavedeilan hefði veruleg áhrif á umsókn íslands inn i Evrópusambandið," segir Össur

Össur segist hafa leitað eftir skýringum á ummælum forsetans hjá forsetaembættinu i gær og fengið þær. „Ég tel þær skýra stöðuna en tel rétt að itreka að ofangreind regla gildi um aðkomu forseta Íslands að því að túlka pólitíska stefnu Íslands," segir Össur.




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×