Innlent

Tíðindalaust af gosstöðvunum

Gosórói er svipaður og undanfarna daga og engin merki sjást um breytingar undir Kötlu.
Gosórói er svipaður og undanfarna daga og engin merki sjást um breytingar undir Kötlu.

Kvikustreymi og gosmökkur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í minnisblaði frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að ekki sjáist merki um að gosi sé að ljúka, þó að virkni á yfirborði sé minni en þegar mest lét.

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í könnunarflug að gosstöðvunum í dag en ekkert sást til gossins. Ratsjá vélarinnar greindi þó að gígurinn er orðinn um 200 metrar í þvermál og um 150 metrar á hæð.

Gosórói er svipaður og undanfarna daga og engin merki sjást um breytingar undir Kötlu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×