Erlent

Engin aska í tilraunaflugi British Airways

Óli Tynes skrifar
Engin merki um ösku.
Engin merki um ösku.

Flugfélagið British Airways fann engin merki um ösku á Boeing 747 breiðþotu sem það  sendi á loft í gær.

Vélinni var flogið frá Lundúnum til viðhaldsmiðstöðvar félagsins í Cardiff. Hún sveimaði yfir Bretlandi í tvo tíma og fór allt upp í 40 þúsund feta hæð.

Vélin var svo tekin til skoðunar í Cardiff. Þar fundust við fyrstu sýn engin merki um ösku, en vélin er nú til frekari skoðunar.

Þetta verður líklega til þess að herða enn kröfur flugfélaga um að flugheimildir verði að minnsta kosti rýmkaðar, þótt banninu verði ekki að fullu aflétt.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×