Viðskipti innlent

Markaðurinn telur að yfir 100% af Icesave endurheimtist

Þeir sem kaupa Landsbankabréfin eru sennilega að veðja á að eitthvað fáist úr þrotabúi bankans umfram forgangskröfur þ.e. Icesave-skuldirnar.
Þeir sem kaupa Landsbankabréfin eru sennilega að veðja á að eitthvað fáist úr þrotabúi bankans umfram forgangskröfur þ.e. Icesave-skuldirnar.
Alþjóðamarkaðurinn með skuldabréf virðist telja að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nema töluvert meir en sem nemur Icesave-skuldinni. Skuldabréf í Landsbankanum halda áfram að hækka og er gengi þeirra nú komið í 11, það er markaðurinn telur að 11% muni fást upp í kröfur á hendur þrotabúinu.

Samkvæmt vefsíðunni keldan.is hafa skuldabréf í gömlu bönkunum þremur hækkað nokkuð að undanförnu. Þannig er gengi Kaupþings komið í 27 en það var lengi í kringum 25. Gengi í Glitni er komið í 29,5 en það var lengi í kringum 24.

Fyrir utan Landsbankann hefur gengi skuldabréfa í Icebank (Sparisjóðabankans) hækkað hlutfallslega mest eða úr 12 og í 17 í dag. Gengi skuldabréfa Straums er nú komið í 40 en það stóð lengi í 25.

Einas og áður hefur komið fram hér á síðunni er markaðurinn með þessi skuldabréf er óskilvirkur og ógagnsær en þeir sem kaupa Landsbankabréfin eru sennilega að veðja á að eitthvað fáist úr þrotabúi bankans umfram forgangskröfur þ.e. Icesave-skuldirnar.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×