Innlent

Hlaupið kom úr toppgígnum

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir upptök flóðsins í toppgígnum.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir upptök flóðsins í toppgígnum.

„Þetta á eftir að halda svona áfram," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.

Hlaupið sem streymdi úr Gígjökli og niður Markarfljótið, hefur rofið varnargarða. Það virðist þó ekki vera jafn stórt og stærstu hlaup í gær.

„Það komu þetta þrjú til fjögur hlaup í gær en þetta er fyrsta stórhlaupið í dag," segir Ármann. Hann segir að lónið undan Gígjökli sé nú orðið fullt af seti, og hlaupin komi beint úr toppgíg Eyjafjallajökuls.

„Það sem gerist er að vatnir bráðnar uppi í gígnum og svo þegar nógu mikið er komið, þá lyftir vatnið jöklinum og skríður fram undan honum." Þetta verði svona á meðan einhver ís verði fyrir gosið að bræða.

Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótshlíð, lýsir því svo að Gígjökull sé svartur og það sé eins og hlaupið hafi komið yfir jökulinn, en ekki farið undir hann.

„Þetta fer allt eftir þrýstingnum á vatninu" segir Ármann. Jökullinn lyftist efst, og sé þrýstingur þannig, þá spýtist vatnið út um rifur og sprungur í jöklinum og renni yfir hann þaðan í frá. Því sé jökullinn svartur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×