Innlent

Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni

Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir því að vestan og suðvestanáttir verði áfram ríkjandi og því blæs mekkinum áfram til austurs. Í nótt er gert ráð fyrir hvassri vestanátt og ekki er von á miklum breytingum fyrr en í fyrsta lagi annað kvöld.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×