Innlent

Fimmhundruð hjálpað af Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitarmenn á Morinsheiði.
Björgunarsveitarmenn á Morinsheiði. MYND/Egill Aðalsteinsson

Yfir í fimmhundruð manns var hjálpað niður af Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og í nótt eftir að óveður brast á við gosstöðvarnar. Leiðinni um Mýrdalsjökul frá Sólheimum var lokað þegar veðrið versnaði og var þá ákveðið að nýta vegarslóðann niður Skógaheiði til að koma fólki og jeppum af Fimmvörðuhálsi. Þannig fóru um 140 jeppar þá leið niður.

Einnig var göngufólki komið í björgunarsveitarbíla og einkabíla og var búið að ná öllum niður um þrjúleytið í nótt Skógamegin án teljandi óhappa.

Skoðunarferðir göngufólks Þórsmerkurmegin leiddu til þriggja óhappa í gærkvöldi. Á níunda tímanum var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja mann sem hafði ökklabrotnað í Strákagili.

Um tíuleytið barst önnur hjálparbeiðni, vegna konu sem hafði snúið ökkla á Heiðarhorni. Þriðja beiðnin um sjúkraflug til gosstöðvanna í gærköldi var vegna manns sem hafði snúið ökkla á fæti. Sú beiðni var raunar afturkölluð þar sem önnur þyrla, sem var að flytja ferðamenn, tók að sér það sjúkraflug.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×