Innlent

Menn hafa orðið úti á Fimmvörðuhálsi

Karen Kjartansdóttir skrifar
Eldgosið er fallegt en Fimmvörðuhálsinn er hættulegur. Mynd/ Vilhelm.
Eldgosið er fallegt en Fimmvörðuhálsinn er hættulegur. Mynd/ Vilhelm.
Göngumenn um Fimmvörðuháls virðast sumir hverjir alls ekki gera sér grein fyrir aðstæðum á svæðinu eða hvernig nauðsynlegt er að vera útbúinn á svæðinu.

Björgunarsveitarmenn á Hvolsvelli minna á að á hálsinum er allra veðra von og á þá staðreynd að í maí árið 1970 urðu þrír menn úti á svæðinu eftir að hafa lagt af stað í blíðvirði.

Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur ferðast um Ísland áratugum saman og skrifað fjölda leiðsögubóka. Hann var staddur á Hvolsvelli í morgun og ætlar upp hálsinn í dag. Hann segir að fyrst og fremst verði fólk að átta sig á því að leiðin er þung og erfið.

Þá minnir Páll Ásgeir á mikilvægi þess að vera í góðum hlífðarfötum og hafa gott og orkuríkt nesti meðferðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×