Innlent

Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt undir Eyjafjallajökli og að þeir íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við ef eitthvað kemur upp á," segir sýslumaðurinn. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum.

Kjartan segir að öskufall vegna gossins hafi verið afskaplega lítið. Um gosið segir hann: „Gosið er óbreytt og ekkert að gefa eftir. Það hélst á sömu sprunginni þannig að það er á fullri ferð eins og er."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×