Enski boltinn

Liverpool ætlar að eyða í sumar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Nordic photos/AFP

Enska úrvaldsdeildarliðið Liverpool ætlar að eyða peningum í leikmannakaup í sumar. Það er ljóst að ummæli leikmanna sem birst hafa í fjölmiðlum upp á síðkastið eru að hafa áhrif plön félagsins næsta sumar.

Albert Riera, leikmaður Liverpool, lét vel í sér heyra og var í kjölfarið endanlega settur út í kuldann hjá liðinu. Fernando Torres markaskorari liðsins hefur einnig látið hafa eftir sér að hann vilji yfirgefa félagið ef Liverpool-menn taki ekki upp veskið fyrir næsta tímabil.

Líklegt er að liðið selji leikmenn á borð við Albert Riera og Yossi Benayoun til að hafa meiri pening á milli handanna fyrir kaup á stórstjörnum.

Talið er að félagið muni eyða allt að 50 milljónum punda næsta sumar í leikmannakaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×