Innlent

Vill vita um kostnað við hrunið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vill vita um kostnaðinn af hruninu.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vill vita um kostnaðinn af hruninu.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um kostnað við bankahrunið.

Sigríður Ingibjörg vill vita hver kostnaðurinn vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabankans er fyrir ríkissjóð, hvern íbúa, hvern skattgreiðanda og fjögurra manna fjölskyldu. Þá vill hún vita hver heildarkostnaður verður vegna eiginfjárframlags ríkisins og víkjandi lána til stóru bankanna þriggja.

Jafnframt vill Sigríður Ingibjörg vita hvert fjárframlag ríkisins er vegna peningamarkaðssjóða, innstæðutrygginga annarra en Icesave-reikninganna, sparisjóða, ýmissa fjármálafyrirtækja annarra en stóru bankanna, tryggingafélaga, lífeyrissjóða og mögulega annarra lánastofnana og fyrirtækja.

Sigríður Ingibjörg vill jafnframt vita hvort ráðherra telji ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar skuldbindingar og framlög ríkissjóðs. Hún vill vita hverjir séu kostir og gallar slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu að mati ráðherra. Hún vill vita hver áhrif slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu á íslenskt efnahagslíf.

Fjármálaráðherra hefur 10 daga til að svara fyrirspurninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×