Innlent

Verðlækkun á kókaíni og kannabisefnum

Nokkur verðlækkun hefur orðið á kókaíni og kannabisefnum síðustu mánuði ef marka má lista sem SÁÁ birtir mánaðarlega. Í febrúar kostaði gramm af kókaíni 12.420 krónur en í janúar var gangverðið 14.270.

Marijúana kostaði 4.414 krónur grammið í janúar en í febrúar var verðið komið niður í 3.710. Á heimasíðu SÁÁ segir að ekki sé ljóst hvað valdi þessum lækkunum. Hæst fór verðið á kókaíni í desember í fyrra en þá kostaði grammið rúmar átján þúsund krónur.

Önnur efni hafa einnig lækkað nokkuð eða staðið í stað fyrir utan að e-pilla kostar nú 4000 krónur en kostaði 3000 krónur í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×