Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi 8. mars 2010 05:30 „Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira