Innlent

Tæp 60% telja að Íslendingar eigi ekki að borga

MYND/Pjetur
Tæp 60% svarenda í skoðanakönnun MMR segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið kannaði afstöðu fólks til þess dagana 3.-5. mars hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda vegna Icesave í Bretlandi og Hollandi.

Af þeim sem tóku afstöðu voru í 59,4% sem sögðu að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast slíkar greiðslur, 37,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til og 3,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.

57,4% karla og 61,6% kvenna telja að Íslendingar ekki alls ekki að ábyrgjast greiðslurnar. Lítill munur er afstöðu fólks eftir aldri og búsetu. 68% þeirra sem eru með tekjur undir 250 þúsund telja Íslendingar eigi ekki að borga en 52,6% þeirra sem eru með 800 þúsund eða hærri tekjur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×