Innlent

Erkiengillinn búinn að kæra brottvísun sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leif Ivar Kristiansen fékk reisupassann þegar að hann kom hingað til lands. Mynd/ Tom Martinsen - Dagbladet.
Leif Ivar Kristiansen fékk reisupassann þegar að hann kom hingað til lands. Mynd/ Tom Martinsen - Dagbladet.
Íslenskur lögmaður Leifs Ivar Kristiansen, leiðtoga norsku Vítisenglanna, er búinn að kæra brottvísun hans frá Íslandi til dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins.

Leif var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins þann áttunda febrúar síðastliðinn. Hann sat í varðhaldi þar til hann var sendur aftur til Noregs í daginn eftir. Norskur lögmaður Leifs, Morten Furuholmen, fékk hins vegar inngöngu í landið óáreittur.

Muni dóms- og mannréttindamálaráðuneytið staðfesta ákvörðun Útlendingastofnunar getur Kristiansen stefnt íslenska ríkinu fyrir héraðsdómi. Samkvæmt heimildum Vísis getur það hins vegar tekið ráðuneytið nokkra mánuði að taka afstöðu til kærunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×