FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 15:35

Stríđsástand viđ Jökulsárlón

FRÉTTIR

Ađeins ţriđjungur hlynntur ESB-ađild

 
Innlent
16:59 28. FEBRÚAR 2010
Ađeins ţriđjungur hlynntur ESB-ađild

Tæplega 60% landsmanna eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 33,3% eru hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til stjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að ESB. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent-Callup gerði fyrir Bændasamtökin í tengslum við Búnaðarþing sem var sett í Bændahöllinni í dag.

Framtíð íslensks landbúnaðar hefur mikil áhrif á afstöðu fjórðungs landsmanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og nokkur áhrif hjá 37,7%. Þriðjungur telur öllu máli skipta að Íslendingar séu ekki háðir öðrum um landbúnaðarvörur og rúmlega 32,% segja að það skipti mjög miklu máli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ađeins ţriđjungur hlynntur ESB-ađild
Fara efst