Viðskipti innlent

Stjórnvöld hagræði meira í rekstri ríkissjóðs

Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands.

Tómas Már Sigurðsson formaður Viðskiptaráðs segir að það sé ljóst að stjórnvöld ættu að leggja mun ríkari áherslu á hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Viðskiptaráð hafi ítrekað bent á hversu illa hefur tekist að hemja útþenslu hins opinbera á undanförnum árum.

Þetta kom fram í ræðu Tómasar sem hann hélt á Viðaskiptaþingi í dag. Þar sagði hann að á síðusta áratug hafa útgjöld ríkissjóðs vaxið um 50% að raungildi. Á sama tíma hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 30%, starfsfólki í opinberri stjórnsýslu um 55% en störfum á almennum vinnumarkaði hefur einungis fjölgað um 3%.

Samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá því í október stefnir í að heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu nemi 57% árið 2009 og verða þá þau hæstu innan OECD. Þetta er þrátt fyrir að hið opinbera þurfi ekki að standa undir útgjaldaliðum sem vega þungt hjá öðrum löndum, s.s. rekstri hervarna og fjármögnun lífeyrissjóða.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×