Innlent

Íris nýr formaður innflytjendaráðs

Íris Björg Kristjánsdóttir.
Íris Björg Kristjánsdóttir.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fulltrúa í innflytjendaráð til næstu fjögurra ára. Nýr formaður ráðsins er Íris Björg Kristjánsdóttir og tekur hún við af Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra.

Meginverkefni innflytjendaráðs snúa að aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Ráðið er jafnframt stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun í málefnum innflytjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×