Þarf tvöfalt meiri niðurskurð ríkisútgjalda á næsta ári 15. febrúar 2010 18:39 Frá undirritun stöðugleikasáttmálans. Mynd/ Stefán Karlsson Ríkisstjórnin þarf að skera fimmtíu milljarða króna af ríkisútgjöldum til viðbótar til að halda ákvæði stöðugleikasáttmálans. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst engin teikn sjá um að ráðherrar séu með uppbrettar ermar að undirbúa slíkan niðurskurð.Í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar við samtök launþega, samtök atvinnulífsins og samtök sveitarfélaga er markaður rammi um það hvernig fjárlagahalli ríkissjóðs verði brúaður. Þar er kveðið á um það að á árunum 2009 til 2011 verði hlutfall skattahækkana í lausn fjárlagavandans ekki hærra en 45 prósent, sem þýðir að 55 prósent af hallanum þarf að mæta með niðurskurði.Staðan núna er sú að á þessu og síðasta ári er búið að hækka skatta um 72 milljarða króna en lækka útgjöld um 38 milljarða króna. Til að halda umsömdum hlutföllum stöðugleikasáttmálans reiknast Samtökum atvinnulífsins til að niðurskurðurinn þyrfti að vera 88 milljarðar króna, - það vanti enn 50 milljarða upp á.Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að búið sé að nýta allt svigrúm sem gefið var fyrir skattahækkanir í stöðugleikasáttmálanum, og meira en það, vegna þriggja ára; 2009, 2010 og 2011. Útgjöldin hafi ekki lækkað að sama skapi og það eigi eftir að lækka útgjöld um 50 milljarða áður en menn geti farið að tala um meiri skattahækkanir.Ráðherrar virðast eiga fullt í fangi þessa dagana með að ná fram 28 milljarða niðurskurði þessa árs. Spurður hvort þeir ráði við tvöfalt stærri niðurskurð á næsta ári ár svarar Vilhjálmur að ríkisstjórnin þyrfti nú þegar að vera komin á fleygiferð að undirbúa þá útgjaldalækkun."Við tökum ekki eftir því að ráðherrar eða aðrir séu með uppbrettar ermar að reyna að lækka útgjöldin 2011. Það er miklu meira að menn séu að spá í hvernig þeir eigi að standa við fjárlögin 2010," segir Vilhjálmur. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Ríkisstjórnin þarf að skera fimmtíu milljarða króna af ríkisútgjöldum til viðbótar til að halda ákvæði stöðugleikasáttmálans. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst engin teikn sjá um að ráðherrar séu með uppbrettar ermar að undirbúa slíkan niðurskurð.Í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar við samtök launþega, samtök atvinnulífsins og samtök sveitarfélaga er markaður rammi um það hvernig fjárlagahalli ríkissjóðs verði brúaður. Þar er kveðið á um það að á árunum 2009 til 2011 verði hlutfall skattahækkana í lausn fjárlagavandans ekki hærra en 45 prósent, sem þýðir að 55 prósent af hallanum þarf að mæta með niðurskurði.Staðan núna er sú að á þessu og síðasta ári er búið að hækka skatta um 72 milljarða króna en lækka útgjöld um 38 milljarða króna. Til að halda umsömdum hlutföllum stöðugleikasáttmálans reiknast Samtökum atvinnulífsins til að niðurskurðurinn þyrfti að vera 88 milljarðar króna, - það vanti enn 50 milljarða upp á.Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að búið sé að nýta allt svigrúm sem gefið var fyrir skattahækkanir í stöðugleikasáttmálanum, og meira en það, vegna þriggja ára; 2009, 2010 og 2011. Útgjöldin hafi ekki lækkað að sama skapi og það eigi eftir að lækka útgjöld um 50 milljarða áður en menn geti farið að tala um meiri skattahækkanir.Ráðherrar virðast eiga fullt í fangi þessa dagana með að ná fram 28 milljarða niðurskurði þessa árs. Spurður hvort þeir ráði við tvöfalt stærri niðurskurð á næsta ári ár svarar Vilhjálmur að ríkisstjórnin þyrfti nú þegar að vera komin á fleygiferð að undirbúa þá útgjaldalækkun."Við tökum ekki eftir því að ráðherrar eða aðrir séu með uppbrettar ermar að reyna að lækka útgjöldin 2011. Það er miklu meira að menn séu að spá í hvernig þeir eigi að standa við fjárlögin 2010," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira