Innlent

Vill Guantanamo fangana til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá herstöðinni á Miðnesheiði. Mynd/ Teitur.
Frá herstöðinni á Miðnesheiði. Mynd/ Teitur.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætti að opna herstöð að nýju á Íslandi og koma þar fyrir föngum úr hinum illræmdu Guantanamo fangabúðum. Þetta segir David Hale, stjórnarformaður bandaríska fyrirtækisins, Global Economics, í grein sem birtist í Financial Times.

Hale vill að samið verði um það að Íslendingar hýsi fangana en í staðinn muni Bandaríkin greiða Icesave skuldina fyrir Íslendinga. Íslensku bankarnir yrðu hluti af björgunarpakka bandarískra stjórnvalda. Hale segir að kostnaðurinn sem hlytist af þessu fyrir bandaríska skattgreiðendur yrði aðeins hluti af hagnaði stjórnvalda á hlutabréfum í Goldman Sachs.

Í grein sinni fer Hale yfir aðdragandann að því að bandarísk herstöð var sett á laggirnar á Íslandi um miðbik tuttugustu aldarinnar en að herstöðinni hafi síðan verið lokað eftir að Kalda stríðinu lauk. Hann segir að það sé staðreynd að ríki sem hafi bandaríska herstöð fari ekki í greiðsluþrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×