Kyrrstaða kostar 75 milljarða á mánuði Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 29. janúar 2010 06:00 Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun