Stóð tíu metrum frá Þistilfjarðarbirnunni - myndir 27. janúar 2010 16:47 „Manni brá svolítið en ég var ekkert hrædd," segir Svanhvít Geirsdóttir, ábúandi á Sævarlandi í Þistilfirði, en hún tilkynnti til lögreglunnar um Ísbjörn sem nú hefur verið felldur. Í ljós kom að um birnu var að ræða en hún var ekki horuð og í góðu ásigkomulagi. Svanhvíti brá heldur betur þegar hún sá birnuna í um hundrað metra fjarlægð frá bænum. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang en þá hafði birnan gengið meðfram girðingu fram að Svalbarðsárbrú en þar mætti lögreglan birnunni. Hún fældist þá og hljóp í ofboði til baka í átt að bænum að sögn Svanhvítar. Aðspurð hvort hún hafi séð birnuna vel segist Svanhvít að hún hafi gert það. „Það var ekki mikil fjarlægð á milli okkar þegar hún hljóp til baka," segir Svanhvít sem giskar á að um tíu metrar hafi verið á milli hennar og birnunnar þegar fjarlægðin var minnst. „Ég hljóp þá strax inn," segir Svanhvít sem þótti þetta allt frekar spennandi enda ekki á hverjum degi sem maður sér ísbjörn á landi. Þrjár skyttur komu á vettvang auk lögreglunnar en birnan hljóp þá undan þeim niður gil og týndu þeir henni stuttu síðar. Að sögn Svanhvítar hljóp birnan austur en tvær skyttur til viðbótar komu úr þeirri átt til þess að fella birnuna en virðast hafa farið á mis við hana. Það kom Svanhvíti á óvart að birnan hafi verið felld hjá eyðibýli á óslandi, „hún hefur þá farið mjög hratt yfir," segir Svanhvít. Ekki er ljóst hvaða skytta það var sem felldi birnuna en hún var felld um leið og Umhverfisstofnun tók ákvörðun um að það væri það besta í stöðunni. MYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma Steinarsdóttir Tengdar fréttir Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58 Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48 Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27 Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
„Manni brá svolítið en ég var ekkert hrædd," segir Svanhvít Geirsdóttir, ábúandi á Sævarlandi í Þistilfirði, en hún tilkynnti til lögreglunnar um Ísbjörn sem nú hefur verið felldur. Í ljós kom að um birnu var að ræða en hún var ekki horuð og í góðu ásigkomulagi. Svanhvíti brá heldur betur þegar hún sá birnuna í um hundrað metra fjarlægð frá bænum. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang en þá hafði birnan gengið meðfram girðingu fram að Svalbarðsárbrú en þar mætti lögreglan birnunni. Hún fældist þá og hljóp í ofboði til baka í átt að bænum að sögn Svanhvítar. Aðspurð hvort hún hafi séð birnuna vel segist Svanhvít að hún hafi gert það. „Það var ekki mikil fjarlægð á milli okkar þegar hún hljóp til baka," segir Svanhvít sem giskar á að um tíu metrar hafi verið á milli hennar og birnunnar þegar fjarlægðin var minnst. „Ég hljóp þá strax inn," segir Svanhvít sem þótti þetta allt frekar spennandi enda ekki á hverjum degi sem maður sér ísbjörn á landi. Þrjár skyttur komu á vettvang auk lögreglunnar en birnan hljóp þá undan þeim niður gil og týndu þeir henni stuttu síðar. Að sögn Svanhvítar hljóp birnan austur en tvær skyttur til viðbótar komu úr þeirri átt til þess að fella birnuna en virðast hafa farið á mis við hana. Það kom Svanhvíti á óvart að birnan hafi verið felld hjá eyðibýli á óslandi, „hún hefur þá farið mjög hratt yfir," segir Svanhvít. Ekki er ljóst hvaða skytta það var sem felldi birnuna en hún var felld um leið og Umhverfisstofnun tók ákvörðun um að það væri það besta í stöðunni. MYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma Steinarsdóttir
Tengdar fréttir Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58 Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48 Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27 Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58
Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48
Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27
Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46