Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum 14. janúar 2010 14:03 Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna." Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna."
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira