Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 14. janúar 2010 06:00 Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar