Innlent

Hreyfingin vill ekki norrænan sáttasemjara

Þingflokkur Hreyfingarinnar vill ekki að norrænn sáttasemjari verði kallaður til vegna Icesave málsins.
Þingflokkur Hreyfingarinnar vill ekki að norrænn sáttasemjari verði kallaður til vegna Icesave málsins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Þingmenn Hreyfingarinnar vilja ekki að fenginn verði sáttasemjari frá Norðurlöndum til að miðla málum í Icesave deilunni. Ekki sé á það treystandi að sáttasemjari komi frá landi sem hafi beitt Íslendinga þrýstingi í málinu.

Ekki er útilokað að aftur verði gengið til samningaviðræðna um Icesave við Hollendinga og Breta. Ríkisstjórnin hefur fundað með stjórnarandstöðunni til að finna þverpólitískan sáttaflöt í málinu, meðal annars til að ákveða samningsmarkmið.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að lagt sé upp um með að fenginn verði utanaðkomandi sáttasemjari til að stýra viðræðum.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hefur lagt til að Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, verði falið það hlutverk.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, telur rétt að leita til Frakklands eða Bandaríkjanna. Hins vegar komi ekki til greina að fá sáttasemjara frá Norðurlöndum. „Við gerum þá kröfu að hann verði ekki frá Norðurlöndum. Sömu löndum og sett hafa á okkur þumalskrúfu í Icesave málinu."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×