Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs 11. janúar 2010 03:30 Þessir strákar láta það ekki trufla sig við sílaveiðarnar að bráð þeirra er stórmerkileg frá líffræðilegum sjónarhóli.fréttablaðið/anton Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira