Innlent

Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni

Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum.

Það var Egill Helgason sem ræddi við Michael Hudson og Lipietz, með honum var Eva Joly en þau voru stödd í París þegar viðtalið var tekið.

Lipietz segir að krafan um að Ísland greiði sé ekki að finna í tilskipun Evrópusambandsins líkt og haldið hafi verið fram. Hann segir ábyrgðina einnig liggja hjá gistiríkjunum, sem voru Holland og Bretland.

Alain er fulltrúi græningja á Evrópuþinginu en hann segir Breta vera að reyna breyta Íslandi í nýlendu sem verði neydd til þess að borga.

Bandaríski hagfræðingurinn Michael Hudson, var einnig í viðtali í þættinu en þar sagði hann Ísland eiga mjög sterka lagalega stöðu og tók því undir með Lipietz. Hann segir einnig alvarlegt mál að Breta hafi hótað efnahagslegu stríði gegn Íslandi og sýni vinnubrögð Bretana og viðleitni þeirra við að knésetja landið.

hann líkir svo íslandi við Bernie Maddoff og tekur sem dæmi þegar hann fór á hausinn og fjölmargir töpuðu peningum í kjölfarið. Þá hafi ekki verið til nægur peningur til þess að greiða öllum þeim sem töpuðu. Því var þeim úthlutað pening hlutfallslega við tap þeirra til þess að bæta skaðann. það hafi Gordon Brown einnig átt að gera en gerði ekki. Þetta, að mati Michaels, voru mistök Browns.

Hann bætti svo við að ekkert ríki fremji efnahagslegt sjálfsmorð sem hann telur Icesave samningana vera.

Öll voru þau sammála um að erlendir fjölmiðlar eru að snúast á sveif með Íslendingum. Þar er mikilvægast að Financial Times er okkur hliðhollt en það er eitt víðlesnasta viðskiptablað veraldar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×