Innlent

Þór Saari: Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls staðreynd

„Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls er staðreynd," segir Þór.
„Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls er staðreynd," segir Þór. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, sé farinn á taugum. Björn grípi til uppspuna til að breiða yfir eigið klúður.

Björn Valur fer hörðum orðum um stjórnarandstöðuna og útspil hennar í Icesave málinu í pistli á heimasíðu sinni í kvöld. Hann segir að sáttatónn minnihlutans í málinu sé falskur. Sæmileg sátt hafi náðst um Icesave í sumar en þegar á reyndi hafi stjórnarandstaðan hlaupið frá ábyrgð í málinu og neitað að styðja það til enda. Þannig hafi þingmenn minnihlutans klofið þing og þjóð upp í tvær fylkingar þegar kemur að Icesave.

Þór svarar Birni fullum hálsi á heimasíðu sinni. „Nú er hann alveg farinn á taugum manngreyið, sá sem hvað harðast beitti sér gegn þverpólitísku samstöðunni í sumar er farinn að grípa til hreins uppspuna til að breiða yfir eigið klúður. Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls er staðreynd," segir Þór.


Tengdar fréttir

Falskur sáttatónn stjórnarandstöðunnar

„Vill fólk fá þetta lið við stjórnvölinn – aftur – sama liðið og ber ábyrgð á Icesave-ósómanum? Sama liðið og klessukeyrði samfélagið og skuldsettu íslenskan almenning upp í rjáfur?“ spyr Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, í pistli á heimasíðu sinni í kvöld. Hann segir að sáttatónn stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu sé falskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×