Kaup á Árvakri verstu viðskipti ársins 30. desember 2009 07:00 Kaup fjárfestanna sem keyptu Árvakur frá Glitni snemma á árinu eru talin verstu viðskipti ársins. Markaðurinn/GVA Einungis fern viðskipti féllu í flokk með verstu viðskiptum ársins. Engir tveir þátttakendur í könnun Markaðarins völdu sömu viðskiptin utan ein, sem allir nema einn nefndu. Það voru kaup fjárfestahópsins Þórsmerkur á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, undir lok febrúar sem teljast verstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og stærsti hluthafi bankans, var helsti hluthafi Árvakurs. Eftir fall bankans í október í fyrra var Nýi Glitnir, helsti lánardrottinn Morgunblaðsins, með örlög þess í höndum sér. Í byrjun árs ákvað bankinn að setja útgáfufélagið í opið söluferli. Búist var við að kaupendur þyrftu að reiða fram hálfan milljarð króna ásamt því að taka yfir um 4,6 milljarða króna lán sem var arfleifð fyrri eigenda. En fjárfestar voru tregir til að opna veskið. Á endanum átti fjárfestahópur undir forystu Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, besta tilboðið. Innan hópsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, sem var stærsti hluthafi Tryggingamiðstöðvarinnar í stjórnartíð Óskars. Aðrir voru Gunnar B. Dungal, stundum kenndur við Pennann, Þorgeir Baldursson hjá Odda, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Vísis í Grindavík, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja. Athafnamaðurinn Bolli Bollason, kenndur við tískuvöruverslunina Sautján, bættist síðar í hópinn. Kaupverð hefur aldrei verið gefið upp að öðru leyti en því að það var tvö hundruð milljónum hærra en boð ástralska auðmannsins Steves Cosser. Íslandsbanki og Landsbankinn afskrifuðu tæpa þrjá milljarða króna vegna viðskiptanna. „Þetta var endaleysis verð,“ skrifaði einn í dómnefnd Markaðarins. Aðrir bentu á mikinn taprekstur í gegnum tíðina og lítil von væri að sneri til betri vegar. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Einungis fern viðskipti féllu í flokk með verstu viðskiptum ársins. Engir tveir þátttakendur í könnun Markaðarins völdu sömu viðskiptin utan ein, sem allir nema einn nefndu. Það voru kaup fjárfestahópsins Þórsmerkur á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, undir lok febrúar sem teljast verstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og stærsti hluthafi bankans, var helsti hluthafi Árvakurs. Eftir fall bankans í október í fyrra var Nýi Glitnir, helsti lánardrottinn Morgunblaðsins, með örlög þess í höndum sér. Í byrjun árs ákvað bankinn að setja útgáfufélagið í opið söluferli. Búist var við að kaupendur þyrftu að reiða fram hálfan milljarð króna ásamt því að taka yfir um 4,6 milljarða króna lán sem var arfleifð fyrri eigenda. En fjárfestar voru tregir til að opna veskið. Á endanum átti fjárfestahópur undir forystu Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, besta tilboðið. Innan hópsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, sem var stærsti hluthafi Tryggingamiðstöðvarinnar í stjórnartíð Óskars. Aðrir voru Gunnar B. Dungal, stundum kenndur við Pennann, Þorgeir Baldursson hjá Odda, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Vísis í Grindavík, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja. Athafnamaðurinn Bolli Bollason, kenndur við tískuvöruverslunina Sautján, bættist síðar í hópinn. Kaupverð hefur aldrei verið gefið upp að öðru leyti en því að það var tvö hundruð milljónum hærra en boð ástralska auðmannsins Steves Cosser. Íslandsbanki og Landsbankinn afskrifuðu tæpa þrjá milljarða króna vegna viðskiptanna. „Þetta var endaleysis verð,“ skrifaði einn í dómnefnd Markaðarins. Aðrir bentu á mikinn taprekstur í gegnum tíðina og lítil von væri að sneri til betri vegar.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun