Draugar í Hólavallakirkjugarði Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2009 08:00 Það var að kvöldi jóladags sem þessar slæður birtust í Hólavallakirkjugarði. mynd/stuart Peacock „Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur. Þau undur og stórmerki gerðust um jólin að bandarískur lögmaður, sem starfar fyrir bandarísk stjórnvöld, náði að festa á mynd það sem virðast vera draugar í Hólavallakirkjugarði. Fréttablaðið leitaði til helsta sérfræðings Íslands á þessu sviði, Magnúsar Skarphéðinssonar, formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, sem segir þúsundir vitna hafa séð þessar undarlegu slæður hringinn í kringum hnöttinn og í seinni tíð síefldrar ljósmyndunar almennings hafi allmargar myndir slæðst til rannsóknaraðila á þessum málum. „Auðvitað er ekki hægt að fullyrða nokkuð um svona lagað fyrir víst, en allmargar sannfærandi röksemdir liggja fyrir því hjá alvöru sálarrannsóknarfélögum heims að þetta sé raunveruleg ljósmynd af „draug“, eða framliðnum eins og vér nefnum yfirleitt framliðna sem eru viljandi eða óviljandi að reyna að birtast í okkar heimi,“ segir Magnús.Stuart Peacock lögfræðingur.Peacock-fjölskyldan, Stuart, Nicole, kona hans, og synirnir tveir, þeir Scott og Kurt, hafa komið hér undanfarin fjögur ár um hátíðarnar og er þetta orðin hefð. „Við fórum ekki í kirkjugarðinn til að leita drauga heldur til að skoða hin fallegu kerti. Við sáum enga þoku eða slæður en þegar ég skoðaði myndina í vélinni sá ég þetta.“ Stuart segir konu sína ekki trúa á drauga heldur djöfla og hún telur þessar myndir vera af slíkum. „Persónulega trúi ég á hvorugt. Hins vegar þekkist í fjölskyldu minni að sjá hluti fyrir – sem er eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég kann ekki að útskýra. Þegar við komum heim og fórum að skoða myndina betur má sjá rauðar slettur á gröfinni en ég held að það sé frekar kertavax en blóð,“ segir Stuart. Sagan um þessa dularfullu mynd er ekki öll. Eftir þessa reynslu skráði fjölskyldan sig í draugagöngu á vegum ferðaþjónustunnar Goecco. Þau reyndu að sýna leiðsögumanninum myndina við umrædda gröf en þá brá svo við að myndavélin drap á sér. „Þegar ég kom til baka í hótelherbergið og ætlaði að hlaða batteríið var vélin fullhlaðin. Kannski að kuldinn hafi haft þessi áhrif – þetta er gamalt batterí,“ segir Stuart sem að endingu lýkur miklu lofsorði á Ísland; fjölskyldan kunni vel að meta kyrrðina sem hér ríkir, börnin eru svo elsk að sundlaugunum að þau gætu vel hugsað sér að flytjast til Íslands. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur. Þau undur og stórmerki gerðust um jólin að bandarískur lögmaður, sem starfar fyrir bandarísk stjórnvöld, náði að festa á mynd það sem virðast vera draugar í Hólavallakirkjugarði. Fréttablaðið leitaði til helsta sérfræðings Íslands á þessu sviði, Magnúsar Skarphéðinssonar, formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, sem segir þúsundir vitna hafa séð þessar undarlegu slæður hringinn í kringum hnöttinn og í seinni tíð síefldrar ljósmyndunar almennings hafi allmargar myndir slæðst til rannsóknaraðila á þessum málum. „Auðvitað er ekki hægt að fullyrða nokkuð um svona lagað fyrir víst, en allmargar sannfærandi röksemdir liggja fyrir því hjá alvöru sálarrannsóknarfélögum heims að þetta sé raunveruleg ljósmynd af „draug“, eða framliðnum eins og vér nefnum yfirleitt framliðna sem eru viljandi eða óviljandi að reyna að birtast í okkar heimi,“ segir Magnús.Stuart Peacock lögfræðingur.Peacock-fjölskyldan, Stuart, Nicole, kona hans, og synirnir tveir, þeir Scott og Kurt, hafa komið hér undanfarin fjögur ár um hátíðarnar og er þetta orðin hefð. „Við fórum ekki í kirkjugarðinn til að leita drauga heldur til að skoða hin fallegu kerti. Við sáum enga þoku eða slæður en þegar ég skoðaði myndina í vélinni sá ég þetta.“ Stuart segir konu sína ekki trúa á drauga heldur djöfla og hún telur þessar myndir vera af slíkum. „Persónulega trúi ég á hvorugt. Hins vegar þekkist í fjölskyldu minni að sjá hluti fyrir – sem er eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég kann ekki að útskýra. Þegar við komum heim og fórum að skoða myndina betur má sjá rauðar slettur á gröfinni en ég held að það sé frekar kertavax en blóð,“ segir Stuart. Sagan um þessa dularfullu mynd er ekki öll. Eftir þessa reynslu skráði fjölskyldan sig í draugagöngu á vegum ferðaþjónustunnar Goecco. Þau reyndu að sýna leiðsögumanninum myndina við umrædda gröf en þá brá svo við að myndavélin drap á sér. „Þegar ég kom til baka í hótelherbergið og ætlaði að hlaða batteríið var vélin fullhlaðin. Kannski að kuldinn hafi haft þessi áhrif – þetta er gamalt batterí,“ segir Stuart sem að endingu lýkur miklu lofsorði á Ísland; fjölskyldan kunni vel að meta kyrrðina sem hér ríkir, börnin eru svo elsk að sundlaugunum að þau gætu vel hugsað sér að flytjast til Íslands.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira