Innlent

Segir einelti viðgangast á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir segir að einelti viðgangist á Alþingi. Mynd/ GVA.
Birgitta Jónsdóttir segir að einelti viðgangist á Alþingi. Mynd/ GVA.
Á Alþingi viðgengst hegðun sem gæti ekki túlkast öðruvísi en sem einelti, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í umræðum um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag. Var Birgitta að vísa til þess að málum væri þröngvað í gegnum þingið án þess að einstakir þingmenn ættu sér viðreisnar von.

Óskaði Birgitta eftir því að tekin yrði upp svokölluð Olweus eineltisáætlun, sem þykir hafa gefið góða raun í grunnskólum, til þess að fást við málið. Uppskar Birgitta töluverðan hlátur þegar hún bar upp þessa tillögu sína.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×