Innlent

Tveggja barna móðir flúði eftir skjálftaspá miðils

Helga Arnardóttir skrifar

Þriggja barna móðir í Grindavík flúði heimili sitt í dag af ótta við jarðskjálfta sem spáð var í viðtali í tímaritinu Vikunni. Jarðskjálftafræðingur segir ekkert benda til að stór skjálfti sé í aðsigi.

Viðtal við Láru Ólafssdóttur miðil í Vikunni hefur vakið töluverð viðbrögð hjá fólki. Þar boðar hún jarðskjálfta sem muni eiga upptök sín á Krýsuvíkursvæðinu og við Grindavík klukkan 23:15. Í viðtalinu segir Lára að hún hafi séð fyrir Suðurlandsskjálftunum árið 2000 og í fyrra. Og svo virðist sem fólk hafi tekið hana á orðinu í þetta skiptið. Guðveig Ólafsdótti flúði í bæinn frá Grindavík með syni sína tvo í dag.

Hún muni eftir skjálftanum árið 2000 og það hafi verið skelfileg lífsreynsla.

Hún segist þekkja fólk í Grindavík og víðar sem hafi gert ráðstafanir með heimili sín og sumir ákveðið að gista í tjaldi yfir nóttina.

Bergþóra Þorbjarnardóttir, jarðskjálftafræðingur á veðurstofunni, segir fjölda hringinga hafa borist vegna málsins að undanförnu. Hún segir ekkert benda til þess að það sé stór skjálfti í aðsigi á Krýsuvíkursvæðinu í kvöld.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×