Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið Jón Karl Helgason skrifar 18. apríl 2009 06:00 Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun