Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið Jón Karl Helgason skrifar 18. apríl 2009 06:00 Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun