Herramenn á leið heim til Íslands 15. september 2009 05:00 Haukur, Sindri, Andri og Janus Bragi, sem gerðu kvikmyndina The Gentlemen, fengu sér öl á pöbb í Kaupmannahöfn og lögðu á ráðin um Íslandsferð. Leikstjórinn og Sindri verða viðstaddir sýninguna á RIFF um næstu helgi.mynd/sturla brandth Grövlen „Ég er rosalega spenntur,“ segir heimildarmyndagerðarmaðurinn Janus Bragi Jakobsson. Hann er á leiðinni til Íslands í tilefni af sýningu útskriftarmyndar sinnar The Gentlemen á kvikmyndahátíðinni RIFF. Myndin, sem verður frumsýnd á föstudaginn, er lokaverkefni hans úr Danska kvikmyndaskólanum. Hún var áður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni við góðar undirtektir en Janus var ekki viðstaddur þá sýningu. Með aðalhlutverkin fara útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson, Haukur Þórðarson og Sindri Már Finnbogason. Fjallar hún þrjá unga menn sem rifja upp gömul afrek, grípa í gítarana sína og leggja drög að nýrri hljómsveit. Óvíst er hvort aðalleikararnir komist allir á sýningu myndarinnar en þeir eru búsettir í Danmörku eins og Janus Bragi. „Maður er að reyna að draga drengina með sér en við sjáum til. Það væri gott að hafa mennina sér við hlið svo þeir gætu svarað fyrir sig.“ The Gentlemen var nýverið sýnd fyrir Íslendinga sem eru búsettir í Danmörku og fékk þar góð viðbrögð. „Það hefur sjaldan verið hlegið svona mikið. Það var mjög góð stemning,“ segir Janus, sem ætlar að halda partí á skemmtistaðnum Jakobsen eftir sýningu myndarinnar hér á landi. Janus flytur heim til Íslands í október og hefur upptökur á heimildarmynd um Vestfirði, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Janus og kærastan hans fá gistingu í kjallaranum hjá Mugison á Súðavík á meðan á gerð myndarinnar stendur en tónlistarmaðurinn snjalli kemur einmitt að framleiðslunni. Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
„Ég er rosalega spenntur,“ segir heimildarmyndagerðarmaðurinn Janus Bragi Jakobsson. Hann er á leiðinni til Íslands í tilefni af sýningu útskriftarmyndar sinnar The Gentlemen á kvikmyndahátíðinni RIFF. Myndin, sem verður frumsýnd á föstudaginn, er lokaverkefni hans úr Danska kvikmyndaskólanum. Hún var áður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni við góðar undirtektir en Janus var ekki viðstaddur þá sýningu. Með aðalhlutverkin fara útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson, Haukur Þórðarson og Sindri Már Finnbogason. Fjallar hún þrjá unga menn sem rifja upp gömul afrek, grípa í gítarana sína og leggja drög að nýrri hljómsveit. Óvíst er hvort aðalleikararnir komist allir á sýningu myndarinnar en þeir eru búsettir í Danmörku eins og Janus Bragi. „Maður er að reyna að draga drengina með sér en við sjáum til. Það væri gott að hafa mennina sér við hlið svo þeir gætu svarað fyrir sig.“ The Gentlemen var nýverið sýnd fyrir Íslendinga sem eru búsettir í Danmörku og fékk þar góð viðbrögð. „Það hefur sjaldan verið hlegið svona mikið. Það var mjög góð stemning,“ segir Janus, sem ætlar að halda partí á skemmtistaðnum Jakobsen eftir sýningu myndarinnar hér á landi. Janus flytur heim til Íslands í október og hefur upptökur á heimildarmynd um Vestfirði, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Janus og kærastan hans fá gistingu í kjallaranum hjá Mugison á Súðavík á meðan á gerð myndarinnar stendur en tónlistarmaðurinn snjalli kemur einmitt að framleiðslunni.
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira