Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku.
Í greininni ber hún saman kauptilboð Magma Energy við eldri samninga sem félagið hefur gert vestanhafs og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Samningarnir þykja mun betri fyrir viðsemjendur fyrirtækisins en kauptilboðið í HS Orku.
Í frétt Fréttablaðsins segir að hefði Reykjanesbær náð sams konar samningi við Magma fengi bærinn 190 milljónir í auðlindagjald árlega, en ekki 30.
Ólína segir samninginn ekki koma til greina. Hún segir málið ekki snúast um erlent fjármagn, enda sé ekki um slíkt að ræða svo neinu nemi.
„Hér er einfaldlega stórfyrirtæki að reyna að ná undir sig verðmætum nýtingarrétti auðlindar á brunaútsölu - og nýtir sér í því skyni erfiða stöðu sveitarfélags og þjóðar í kreppu," segir í grein Ólínu.
Hún segir hætt við því að fleira af þessu tagi geti átt sér stað í núverandi efnahagsástandi og bætir við að Íslendingar verði að halda fast og vel um auðlindir sínar í tímabundnum fjárþrengingum.
„Ég vona að fjármálaráðherra takist með einhverjum ráðum að stöðva það sem þarna er að eiga sér stað," segir Ólína að lokum.
Grein Ólínu má lesa í heild hér.
Ólína Þorvarðardóttir: Orkuverðmæti á brunaútsölu
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Mest lesið




Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent