Innlent

ESB-kosningar á morgun - Birgitta játar grímlausar hótanir

Klofin Borgarahreyfing.
Klofin Borgarahreyfing.

Stefnt er að því að kjósa um aðild að ESB í hádeginu á morgun. Alls eru ellefu þingmenn á mælendaskrá en meðal þeirra er Össur SKarphéðinsson sem er flutningsmaður tillögunnar.

Í fréttum RÚV var rætt við Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Borgarahreyfingarinnar, en hún ásamt Þór Saari og Margréti Tryggvadóttur sögðust kjósa með breytingatillögu Sjálfstæðisflokksins ef meirihlutinn tæki ekki Icesave málið af dagskrá.

Aðspurð hvort Borgarahreyfingin væri ekki að hóta meirihlutanum með þessu útspili svaraði Birgitta einfaldlega: „Já."

Þráinn Bertelsson sagðist þó standa við gefin loforð og kjósa með ESB.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar sagði Borgarahreyfinguna rjúfa heiðurssamkomulag kjósi þau ekki með frumvarpinu.

Ekki er ljóst hvort meirihluti náist með frumvarpinu en mikið uppnám er meðal þingmanna eftir útspil Borgarahreyfingarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×