Innlent

Ísland undir meðaltölum

Meðalatvinnuleysi hér á landi á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent, 1,5 prósentustigum undir meðaltali ríkja Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD), sem var 8,6 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum stofnunarinnar.

Meðalatvinnuleysi er svo heldur hærra á tímabilinu þegar horft er til ríkja ESB, eða 9,1 prósent og 9,6 prósent á evrusvæðinu.

Í Bandaríkjunum stóð atvinnuleysisstigið í 10,0 prósentum í nóvember, 0,2 prósentustigum lægra en í fyrra mánuði og 3,2 prósentustigum hærra en ári fyrr.

- óká





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×