Innlent

Lítil breyting á ESB-afstöðu

Nánast engin breyting hefur orðið á afstöðu almennings til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu í nýjustu viðhorfskönnun Fréttablaðsins, samanborið við næstsíðustu könnun blaðsins í febrúar. 45 og hálft prósent vilja að Ísland sæki um aðild en 54 og hálft prósent eru því andvíg. Afstaðan er nokkuð jöfn eftir kynjum, en fylgi við umsókn er talsvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×