Vildi sviptingu dýrahalds 19. desember 2009 03:00 Aðkoman Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira