Innlent

Styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra vill gefa háskólanemum möguleika á að stunda sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Mynd/ Stefán.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra vill gefa háskólanemum möguleika á að stunda sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Mynd/ Stefán.
Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, hafa styrkt Nýsköpunarsjóð námsmanna um samtals 15 milljónir króna. Um er að ræða fimm milljónir frá ráðuneyti mennta- og menningarmála og tíu milljónir frá iðnaðarráðuneyti.

Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að með þessu vilja ráðherrarnir gefa háskólanemum möguleika á að stunda sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir og undirstrika þannig mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.

Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. Umsóknarfrestur er til 3. júní næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×