Innlent

Afleitt að loka stöðinni í Breiðholti

„Mér finnst afleitt að flytja hverfalögregluna úr Breiðholti," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. „Þar og í Árbæ þjónar hún 40 þúsund íbúum og hefur náð afburðaárangri. Þarna er horfið mörg ár aftur í tímann."

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, segir ekki búið að kynna tillögur lögreglustjóra að skipulagsbreytingum á löggæslu fyrir sveitarstjórnum. Það verði gert og þá fái þær tækifæri til að tjá sig um sjónarmið sín.

„Ef þessar breytingar fela á endanum í sér eflingu á hverfislöggæslu á höfuðborgarsvæðinu eru þær jákvæðar. En endanlega afstöðu til þeirra er ekki hægt að setja fram fyrr en þær liggja fyrir með skýrum hætti."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×