Innlent

Mikið fjallað um lopapeysurnar

Kolbrún Björnsdóttir og Heimir Karlsson.
Kolbrún Björnsdóttir og Heimir Karlsson.
Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kemur til Hull í Bretlandi á fimmtudaginn. Fjallað verður um söfnunina í vinsælum morgunþætti BBC eftir helgi.

Breska blaðið Daily Express segir málið hafa kviknað út frá frétt blaðsins á dögunum um að hætta væri á að einn af hverjum tólf ellilífeyrisþegum í Bretlandi myndi deyja úr kulda í vetur.

Breska blaðið Sun hefur eftir talsmanni félags ellilífeyrisþega á Bretlandseyjum að þetta sé mikið örlæti frá þjóð í fjárhagskröggum. Um leið sé þetta þungur dómur yfir stefnu bresku ríkisstjórnarinnar sem hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að tvö hundruð og sextíu þúsund ellilífeyrisþegar í landinu hafi dáið úr kulda á síðustu tíu árum.

Að auki hefur meðal annars verið fjallað um söfnunina á fréttavefnum Yahoo, MSN.com, Channel 4 auk útvarpsstöðvarinar Capital FM.

Þá hefur þýska sjónvarpsstöðin ARD sett sig í samband við Heimi Karlsson og mun hitta hann og Kolbrúnu Björnsdóttir í Hull á fimmtudaginn.

- Umfjöllun Daily Express

- Umfjöllun Sun

- Umfjöllun Capital FM



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×