Viðskipti innlent

Skuldir vegna Icesave minni en áður hefur verið talið

Tölur um skuldir þjóðarbúsins sýna að skuldir vegna Icesave sem hlutfall af erlendum heildarskuldum þjóðarbúsins eru minni en áður hefur verið talið. Þetta sýna tölur sem Seðlabankinn kynnti fyrir viðskiptanefnd Alþingis fyrir jól. Þar kemur fram að árið 2011 verði mjög erfitt fyrir ríkissjóð en þá mun endurgreiðsla erlendra lána nema rúmlega 1,4 milljörðum evra. Upphæðin samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að árið 2021 hafi ríkissjóði tekist að greiða niður öll þau erlendu lán sem á honum hvíla í dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×