Óvissuferð í boði iðnaðarráðherra 28. desember 2009 06:00 Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar