Ríkisstjórnin fann breiðu bökin 23. desember 2009 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar