Erlent

Krabbameinsgen kortlögð

Óli Tynes skrifar

Breskir vísindamenn hafa kortlagt genabyggingu tveggja tegunda krabbameins, húðkrabba og lungnakrabba. Þeir segja að þetta geti valdið byltingu í lækningum á þessum sjúkdómum.

Vísindamennirnir starfa við Wellcome Trust Sanger Institute. Þeir hafa einangrað þá sérstöku stökkbreytingu í DNA sem getur leitt til hættulegra æxla.

Þeir segja að með þessu verði hægt að veita fólki sérhæfða meðferð sem gagnist því sérstaklega. Einnig verði hægt að rannsaka frumur með gallað DNA og framleiða sterkari lyf til þess að vinna gegn þeim.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×